Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Andlát í Sky Lagoon: Ekki grunur um refsiverða háttsemi

22.09.2021 - 13:30
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Ekki leikur sérstakur grunur um að andlát, sem varð í Sky Lagoon í Kópavogi í gærkvöld, hafi borið að með refsiverðum hætti. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er á frumstigi en óvænt andlát eins og þetta eru alltaf send lögreglu til rannsóknar.

Visir.is greindi fyrst frá. Talsverður viðbúnaður var vegna málsins hjá bæði lögreglu og slökkviliði og segir Grímur það venju þegar svona komi upp.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV