Sigríður Rut og María metnar hæfastar

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Lögmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll hafa verið metnar hæfastar til að taka við tveimur embættum dómara, Sigríður við Héraðsdóm Reykjavíkur og María við Héraðsdóm Reykjaness. Störfin voru auglýst til umsóknar þann 9. júlí á þessu ári og alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.

Störfin voru auglýst til umsóknar þann 9. júlí á þessu ári og alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara metur hæfni og skilar umsögn. Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV