Líf afganskra túlka í hættu eftir tölvupóstsendingu

epa09473277 Britain's Defence Secretary Ben Wallace leaves 10 Downing Street after a cabinet meeting in London, Britain, 17 September 2021. This is the first cabinet meeting to take place since Prime Minister Boris Johnson's reshuffle.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rannsókn er hafin því hvernig mjög persónugreinalegar upplýsingar um afganska túlka sem störfuðu fyrir breska herliðið í Afganistan rötuðu inn í fjöltölvupóst sem sendur var á mjög marga. Talið er lífi margra í hópnum kunni að vera ógnað vegna þessa.

Rannsóknin er gerð að kröfu Bens Wallace varnarmálaráðherra Bretlands vegna 250 Afgana sem sótt hafa um hæli þar í landi.

Margir þeirra eru í felum en pósturinn var sendur frá stofnun sem annast skipulagningu vistaskipta fólksins. Í póstinum sagði að allt væri gert til að finna viðtakendum nýjan samastað. Allir viðtakendur gátu séð netföng annarra, nöfn og jafnvel ljósmyndir.

Stofnunin mælist til þess að viðtakendur skipti um netföng. Breska ríkisútvarpið hefur eftir túlki sem starfaði fyrir bresk hermálayfirvöld að fólkið geti verið í lífshættu, einkum það sem enn er í Afganistan.

Margir hafi svarað póstinum og lýst stöðu sinni sem geti reynst því afar hættulegt. John Healey, þingmaður Verkamannaflokksins og skuggaráðherra varnarmála, brýnir fyrir ríkisstjórinni að hraða brottflutningi túlkanna sem verða mál. 

Í skuggaráðuneytum er fylgst með ráðuneytum sitjandi ríkisstjórnar að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands.

Stjórnarandstaðan velur ráðherraefni úr sínum röðum til þess að fylgjast með tilteknum ráðuneytum og kallast þau skuggaráðuneyti og ráðherraefnin skuggaráðherrar.