Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Foreldrar meta hvort börn þurfi fylgd úr skóla

21.09.2021 - 13:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist - RÚV
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur beint því til foreldra og annarra forráðamanna barna að vera tilbúnir að sækja þau í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

Foreldrar þurfa að meta sjálfir hvort þörf sé á fylgd en eru beðnir um að vera vakandi fyrir því að röskun geti orðið á skóla- og frístundastarfi, og því gæti þurft að sækja á óvenjulegum tímum. 

Leiðbeiningar til foreldra eru ólíkar eftir því hvers konar veðurviðvörun er í gildi. Hér má nálgast leiðbeiningar Veðurstofunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.