Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Aukin útgjöld þýða meiri skatta eða skuldsetningu

21.09.2021 - 07:46
Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson / RÚV - Grímur Jón Sigurðsson
Ef frambjóðendur lofa útgjöldum þá þarf einnig finna út hvernig eigi að borga. Þá er um tvennt að velja; skattar eða meiri skuldsetning. Þetta segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík.

Alltaf hægt að breyta skattkerfinu

„Ef þú ætlar að auka útgjöld þá verður þú að horfast í augu við það. Það er annað hvort meiri skattlagning eða meiri skuldsetning. Svo er það spurningin hvernig ætlar þú að ná í meiri skattgreiðslur. Við erum með svokallað „progressift" skattkerfi, tekjuskattskerfi þar sem lægra launaðir borga hlutfallslega minna og hærra launaðir hlutfallslega meira. Þessum hlutföllum er alltaf hægt að breyta í skattkerfinu og umræðan núna snýst að hluta til um það". 

Spegillinn ræddi við Katrínu Ólafsdóttur þegar nokkrir dagar eru til Alþingiskosninga og spurði hvers vænta mætti í efnahagsmálum landsins á næstu misserum,  

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV