Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur

20.09.2021 - 05:44
epa05446909 (FILE) A file photograph showing owner of the Washington Post and founder of Amazon, Jeff Bezos, delivering remarks at an event celebrating the new location of the Washington Post in Washington, DC, USA, 28 January 2016. US media business
 Mynd: EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.

Johnson er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann meðal annars ætlar að fá Bezos til þess að greiða hærri skatta í Bretlandi. Bezos er fæddur árið 1964 og stofnaði Amazon þrítugur, sem bókaverslun á Netinu. 

Eins kveðst Johnson ætla að koma á framfæri athugasemdum um vinnuaðstæður starfsfólks Amazon í Bretlandi sem búist er að verði um 55 þúsund manns undir lok ársins.

Bezos er samkvæmt upplýsingum Bloomberg næst ríkasti maður veraldar næstur á eftir Elon Musk eiganda Tesla bílaframleiðandans og stofnanda SpaceX geimferðafyrirtækisins. 

Í sumar greindi ProPublica, stofnun og miðill sem hefur það að markmiði að upplýsa mál sem koma almenningi til góða, frá því að 25 ríkustu Bandaríkjamennirnir borgi að meðaltali 15,8% af tekjum sínum í skatt. Það er mun lægra hlutfall en hinn venjulegi Bandaríkjamaður gerir.