Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Jakob neyðir frambjóðendur til að svara „já“ eða „nei“

Jakob Birgisson þáttastjórnandi Já eða nei.
 Mynd: -

Jakob neyðir frambjóðendur til að svara „já“ eða „nei“

20.09.2021 - 10:41

Höfundar

Frambjóðendur komast oft fimlega hjá því að svara spurningum „já“ eða „nei“ og skreyta þess í stað svör sín með orðum sem koma spurningunum ekkert við. Í nýjum sjónvarpsþáttum er þetta vandamál leyst á einfaldan hátt.

„Þó mér finnist ég vera að breyta heiminum þegar ég skola haframjólkurfernuna og flokka hana með hinum pappanum, þá er nauðsynlegt að horfa á þessu mál í miklu stærra samhengi,“ segir grínistinn Jakob Birgisson í þættinum Já eða nei, sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld klukkan 20.30.

Í Já eða nei fjallar Jakob um fjögur kosningamál í jafn mörgum þáttum: Umhverfismál, efnahagsmál, heilbrigðismál og jafnréttismál. 

Umhverfismálin eru á dagskrá í kvöld og í þættinum fer Jakob yfir stöðuna, útskýrir loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna, spyr landsmenn hvað þeir vilja sjá gert í málaflokknum og leggur svo fimm já eða nei-spurningar fyrir frambjóðendur tíu flokka:

  1. Eru íslendingar að gera nóg í loftslagsmálum?
  2. Á Hálendisþjóðgarður að verða að veruleika?
  3. Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands? 
  4. Þurfa loftslagsaðgerðir að vera arðbærar?
  5. Skiptir framlag Íslands til loftslagsmála máli á heimsvísu? 

Þó papparörin fari jafn mikið í taugarnar á Jakobi og öðrum tekur hann undir með Vísindamönnum sem hafa bent á að eitthvað verði að gera til að snúa núverandi þróun við. „Og við getum annað hvort hlustað á þá eða skeggjaða, kynferðislega brenglaða frændann sem vísar í myndband á Youtube þegar hann gagnrýnir aðgerðir í umhverfismálum,“ segir hann í þættinum.

Já eða nei fer í loftið í kvöld klukkan 20.30. Næstu þættir verða svo á dagskrá á miðvikudag, fimmtudag og föstudag.

Tengdar fréttir

Innlent

Ráðstefnan í Glasgow verður úrslitastund fyrir heiminn

Innlent

Pólitískt erfiðar ákvarðanir framundan í loftslagsmálum