Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hlutabréf féllu í kauphöllinni í Hong Kong í morgun

epa06277701 Empty chairs and desks are seen in the trading hall of the Hong Kong Stock Exchanges and Clearing in Hong Kong, China, 20 October 2017. At the end of October 2017, the Hong Kong stock exchange will mark the end of an era when its iconic
 Mynd: EPA
Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.

Stjórnendur fyrirtækisins hafa lýst því yfir að það gæti stefnti í gjaldþrot en það hefur átt í vandræðum með að greiða af skuldum og vexti af skuldaskjölum.

Félagið skuldar birgjum einnig verulegar fjárhæðir auk þess sem hefur ekki byggt yfir milljón íbúðir sem þegar hefur verið greitt fyrir. Gjalddagar nokkurra lána fyrirtækisins eru í dag og á fimmtudaginn.

Fjárfestar hafa þungar áhyggjur af stöðunni og óttast alvarlegar afleiðingar innanlands í Kína og á alþjóðlegum mörkuðum fari Evergrande á hausinn.

Greinendur segja að sú algera þögn sem ríkir hjá stjórnvöldum í Peking um stöðuna auki enn á óvissuna. Þar á bæ þurfi að bregðast hratt við gagnvart fyrirtækinu.

Verð hlutabréfa í Evergrande féll um 17% í morgun en þau hafa farið niður um 90% frá áramótum. Önnur fasteignafélög tóku einnig dýfu í morgun, eins kínverskir bankar og tryggingarfélög.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV