Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndun

20.09.2021 - 07:11
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu við stjórnarmyndun samkvæmt þingsætaspá sem Morgunblaðið birtir í dag þegar tæp vika er til alþingiskosninga.

Spáin byggir á niðurstöðum þriggja síðustu kannana MMR.

Framsóknarflokkurinn kæmi við sögu í þrettán af þeim fimmtán ríkisstjórnum sem mögulegar eru taldar samkvæmt spánni. Vinstri-græn hafa 12 kosti, Viðreisn 10, og Sjálfstæðisflokkur sjö líkt og Samfylkingin.

Engin þriggja flokka stjórn er möguleg samkvæmt niðurstöðum kannananna en sjö fjögurra flokka stjórnir eru mögulegar og átta fimm flokka stjórnir.

Samkvæmt könnunum geta níu framboð náð kjöri til Alþingis að loknum kosningum næstkomandi laugardag.