Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjöldi húsa á La Palma kominn undir hraun

20.09.2021 - 10:36
epa09477234 A handout picture made available by Moncloa's presidential palace shows Spanish Prime Minister Pedro Sanchez (2-L) upon arrival to La Palma due to the volcanic eruption in El Paso, La Palma, Canary islands, Spain, 19 September 2021. The area registered hundreds of small earthquakes along the week as magma pressed the subsoil on its way out. Regional authorities started to evacuate locals with mobility issues hours before the eruption took place.  EPA-EFE/Moncloa's presidential palace / HANDOUT IMAGE TO BE USED ONLY IN RELATION TO THE STATED EVENT (MANDATORY CREDIT) HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Moncloa's presidential palace
Yfirvöld hafa staðfest að fjölmörg hús á La Palma á Kanaríeyjum hafi eyðilagst eftir að eldgos hófst í fjallinu Rajada í gær. Skógareldar hafa kviknað vegna glóandi hrauns og öskufall er nokkuð. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kom til La Palma í morgun til þess að kanna aðstæður, og hét því að veita alla þá aðstoð sem unnt væri. Fimm þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín, en íbúar á La Palma eru um áttatíu þúsund.

Sergio Rodriguez, bæjarstjóri í bænum El Paso, segir að minnst tuttugu hús hafi eyðilagst og fjöldi íbúa óttist um hýbýli sín. Í spænskum miðlum er greint frá því að allt að 100 hús hafi orðið fyrir skemmdum. 

Ekki hefur orðið rask á flugi til helstu ferðamannastaða í Kanaríeyjaklasanum, en La Palma er norðvestur af þeim stærstu, Gran Kanaría og Tenerífe.

Vel hefur verið fylgst með eldfjallinu eftir að jarðskjálftahrina hófst í síðustu viku. Síðan þá hafa þúsundir skjálfta mælst, sá stærsti um fjórir að stærð. 

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er kominn til La Palma en hann hætti við ferðalag til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði björgunarsveitir og fleiri í viðbragðsstöðu og hét því að yfirvöld myndu gera allt sitt til að forða tjóni eins og kostur væri.