Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin

epa09470513 Backstage Creations 'Giving Suite' displays its collection of luxury gifts, to help raise donations to support the Television Academy Foundation, during a press preview for the 2021 Emmy Awards telecast at the Television Academy in Los Angeles, California, USA, 15 September 2021. The preview included drinks, food and show elements that will be present for nominees and guests at the 73rd Emmy Awards telecast on 19 September 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin

20.09.2021 - 00:44

Höfundar

Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin í Los Angeles í Bandaríkjunum, utandyra í stóru tjaldin. Hátíðin er með smærra sniði en yfirleitt áður en þó öllu fjölmennari en á síðasta ári þegar Jimmy Kimmel kynnti hátíðina frammi fyrir tómum sal.

Þá voru stjörnurnar heima hjá sér á náttfötunum eða spariklæddar, allt eftir smekk. Nú mega fimmhundruð gestir vera viðstaddir en þurfa að fylgja mjög ströngum sóttvarnareglum.

Grínistinn Cedric the Entertainer er kynnir í ár og opnaði hátíðina með því að flytja rapplag Biz Markies heitins „Just a Friend“ ásamt röppurunum Rappers LL Cool J og Lil Dicky auk leikkonunnar Ritu Wilson.

Fyrstu verðlaun kvöldsins féllu þeim Hönnuh Waddingham og Brett Goldstein í skaut fyrir aukahlutverk í gamandramaþáttaröðinni Ted Lasso. Líklegt þykir að fleiri verðlaun bíði þeirra þátta. 
 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni

Sjónvarp

Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni