Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Djúp og öflug lægð í fyrramálið

20.09.2021 - 07:07
Mynd með færslu
 Mynd: Markus Spiske - Pexels
Veðurstofan spáir vestan og norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 í vindstrengjum nærri suðurströndinni um hádegi. Víða rignir með köflum, en þurrt austast á landinu. Dregur úr vindi í kvöld og úrkomuminna. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig.

Hvassara í fyrramálið, austan og norðaustan 15-23 m/s og rigning, en sums staðar slydda norðantil. Heldur hægari vindur norðaustanlands framundir hádegi. Gengur í suðvestan 18-25 og dregur úr úrkomu á sunnan- og austanverðu landinu eftir hádegi og dregur úr vindi vestantil annað kvöld. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig, en kólnar um kvöldið.

Lægð er úti á Faxaflóa sem gengur norðaustur yfir landið með vestan og norðvestanátt. Vestanáttunum fylgir rigning en þó verður að mestu þurrt og bjart austast. „Í kvöld dregur úr vindi og úrkomu en í fyrramálið er von á djúpri og öflugri lægð að landinu og gengur þá í austan og norðaustan 15-23 m/s með rigningu og sums staðar slyddu norðantil. Eftir hádegi snýst í suðavestan 18-25 á sunnan- og austanverðu landinu en einnig dregur úr úrkomu. Aftur dregur úr vindi annað kvöld. Heldur kólnar og verður hitinn á bilinu 4 til 12 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í morgunsárið. 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV