Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Býflugur drápu 63 mörgæsir í útrýmingarhættu

20.09.2021 - 11:00
epa08384240 An African penguin (Spheniscus demersus) crosses an empty road during the coronavirus lockdown in the Simonstown suburb of Cape Town, South Africa, 25 April 2020. The date happens to coincide with World Penguin Day. The African penguin, also known as the Cape penguin, is experiencing a rapid population decline and is classified as 'endangered' by the International Union for Conservation of Nature's (IUCN) Red List of Threatened Species. South Africa has imposed a nationwide lockdown until the end of April, when authorities are set to downgrade it to the slightly-less-restrictive Level 4 as part of the government's risk-adjusted strategy to try to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus causing the COVID-19 disease.  EPA-EFE/NIC BOTHMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sextíu og þrjár afrískar mörgæsir í bráðri útrýmingarhættu fundust dauðar á strönd skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku um helgina. Allar höfðu mörgæsirnar ótal stungusár í kringum augun eftir býflugur.

AFP fréttastofan hefur eftir dýralækni fuglaverndarsamtaka í Suður-Afríku að svo skæð býflugnaárás á fugla sé sérlega sjaldgæf. Býflugurnar séu hluti af vistkerfinu á svæðinu en gæta þurfi þess að mörgæsirnar drepist ekki á þennan hátt, enda séu þær verndaðar. 

Dauðar býflugur fundust einnig á ströndinni og sérfræðingar rannsaka nú hvort þær kunni að hafa verið sýktar eða eitraðar á einhvern hátt.

Afrískar mörgæsir eru ólíkar öðrum mörgæsum, ekki síst vegna þess hversu smáar þær eru. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV