Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna

20.09.2021 - 01:50
epa09477223 Haitian migrants disembark from a plane after being deported by the US Government, at Toussaint Louverture airport in Port-au-Prince, Haiti, 19 September 2021. Dozens of Haitian migrants were returned to their country after crossing illegally into the US in Del Rio city, Texas.  EPA-EFE/Richard Pierrin
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.

Undanfarnar vikur hafa þúsundir Haítíbúa streymt yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Þegar hafa Bandaríkjamenn flutt á fjórða þúsund flóttamanna aftur til Haítí en efnahagsástandið þar er afar bágborið auk þess sem jarðskjálfti reið þar yfir í ágúst síðastliðnum og olli miklu tjóni.

Hátt í þrettán þúsund eru nú við landamærin en ætlunin er að fljúga með allt fólkið aftur til Haítí í næstu viku.