Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sjónvarpsfréttir: Eldgos hafið á Kanaríeyjum

19.09.2021 - 17:40
Loforð stjórnmálaflokkanna eru miklu meira um útgjöld en tekjur segir framkvæmdastjóri atvinnulífsins og hefur áhyggjur af áhrifum vaxtahækkana á lán heimilanna.

Hægt er að horfa á sjónvarpsfréttatímann táknmálstúlkaðan í spilaranum hér fyrir ofan og án táknmáls hér. 

Eldgos hófst í dag á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum. Íslendingur þar telur líklegt að íbúðabyggð verði skógareldum, sem kviknað hafa vegna gossins, að bráð. 

Öryrkjum er haldið í fátækragildru á Íslandi með háum tekjuskerðingum að mati dósents í félagsfræði. Sjö af hverjum tíu Íslendingum telja að ríkisvaldið eigi að beita sér til að minnka tekjumun, samkvæmt nýrri rannsókn.

Landhelgisgæslan og Landgræðslan tóku höndum saman í Hítardal þegar þyrla gæslunnar flutti heyrúllur upp í fjallshlíðar fyrir græðsluna. 

Nokkrir sjálfboðaliðar hafa forðað meira en 200 fýlsungum frá ótímabærum dauða við hringveginn í haust. Handklæði og pappakassar koma þar að góðum notum.
 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV