Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni

epaselect epa09470333 A large Emmy statuette is displayed during a press preview for the 2021 Emmy Awards telecast at the Television Academy in Los Angeles, California, USA, 15 September 2021. The preview included drinks, food and show elements that will be present for nominees and guests at the 73rd Emmy Awards telecast on 19 September 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni

19.09.2021 - 02:22

Höfundar

Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.

Búist er við að sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og framleidd er af streymisveitunni Netflix verði valin sú besta í ár. Helst er búist við að Stjörnustríðssería Disney+ The Mandalorian veiti henni samkeppni.

Grínistinn Cedric the Entertainer tekur við af Jimmy Kimmel sem kynnir en hann stýrði hátíðinni á síðasta ári frammi fyrir tómum sal. Stjörnurnar voru heima hjá sér á náttfötunum eða spariklæddar, allt eftir smekk.

Ferðalög mili landa eru enn erfið og því taka margir tilnefndra þátt í hátíðinni gegnum Netið. 

Nú mega fimmhundruð gestir vera viðstaddir en þurfa að fylgja mjög ströngum sóttvarnareglum. Meðal annars þarfa að færa sönnur á bólusetningu við COVID-19.

Ian Stewart, framleiðandi útsendingarinnar, segir ekki á stefnuskránni að hópur stórstjarna veikist á hátíðinni. Hann lofar þó að fjörið verði ósvikið og glæsileikinn mikill. 

Tengdar fréttir

Afþreying

The Crown og The Mandalorian með flestar tilnefningar

Sjónvarp

Zendaya yngsti Emmy-verðlaunahafinn

Sjónvarp

Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni