Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla

epa09469394 An Afghan girl holds a placard reading in Dari 'Stop the War - Stop killing the brothers' on a road in Kabul, Afghanistan, 15 September 2021. A humanitarian crisis and alleged widespread human rights violations are among the top challenges Afghanistan faces a month after the Taliban's lightning-fast capture of Kabul. The economic crisis threatened to push 97 percent of the 40 million people into poverty by mid-2022, the United Nations has warned.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.

Talibanar hétu því að tryggja réttindi kvenna eftir að þeir hrifsuðu til sín völdin í síðasta mánuði.

Fyrirskipun menntamálaráðuneytisins nú er í algerri andstöðu við þau loforð. Kynin eru iðulega aðskilin í miðskólum Afganistan en þangað sækja nemendur á aldrinum 13 til 18 ára menntun sína.

Oft þurfti að loka skólum eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þeir hafa verið lokað frá valdatöku Talibana þar til nú. Svo virðist sem Talibanar hafi ákveðið að leggja niður ráðuneyti málefna kvenna í landinu. 

Í húsnæði ráðuneytisins var sett upp skilti merkt ráðuneyti stuðnings við  dyggðugt líf og andstöðu við lastafullt líferni.  

Frá því að þeir voru hraktir frá völdum 2001 hefur menntun kvenna í landinu aukist mjög, einkum í borgum. Þær hafa einnig haslað sér völl á ýmsum sviðum samfélagsins, orðið flugmenn og lögreglumenn, setið á þingi og orðið dómarar.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst þungum áhyggjum af framtíð menntunar stúlkna og kvenna í Afganistan.