
Nokkur vinstri sveifla í nýrri skoðanakönnun
Rétt vika er nú til kosninga. MMR gerði könnunina í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is dagana 15. til 17. september síðastliðinn og sýnir næsthæsta fylgi Sósíalistaflokksins frá upphafi eða 8,6 prósent.
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn mælist rétt rúm 20% sem er talsverð lækkun frá síðustu kosningum og öðrum könnunum. Vinstri græn mælast með rúm tólf prósent, Samfylking þrettán og Píratar rétt tæp tólf prósent.
Miðflokkurinn félli út af þingi samkvæmt könnuninni en fylgi hans mældist 4,5%. Ríkisstjórnin hefur stuðning meirihluta svarenda en sé aðeins tekið tillit til fylgis einstakra stjórnmálaflokka er hún fallin, næði aðeins 31 þingmanni.
Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR væri útilokað að mynda þriggja flokka stjórn en nokkrir möguleikar væru á fjögurra flokka stjórn, engrar þó án Sjálfstæðisflokks og aðeins tveggja á aðkomu Framsóknarflokksins.