Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu

epa09473276 Britain's Secretary of State for Transport Grant Shapps leaves 10 Downing Street after a cabinet meeting in London, Britain, 17 September 2021. This is the first cabinet meeting to take place since Prime Minister Boris Johnson's reshuffle.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir starfsmönnum ferðaskrifstofa að þegar hafa sést fjölgun í bókunum og búast við að helgin verði annasöm. Grant Shapps samgönguráðherra tilkynnti að í stað „umferðaljósakerfisins“ komi einn listi yfir rauð lönd.

Átta lönd voru fjarlægð af rauða listanum í gær, Tyrkland, Pakistan, Maldive-eyjar, Egyptaland, Óman, Bangladess og Kenía. Fólk sem þaðan kemur þarf því ekki lengur að dvelja á sóttkvíarhótelum við komuna til Englands.

Shapps tilkynnti einnig að í næsta mánuði verði PCR-prófs ekki lengur krafist tveimur dögum eftir heimkomu heldur verði hraðpróf látið duga.

Þingmenn Verkamannaflokksins eru efins um þá ráðstöfun og ríkisstjórn Skotlands kveðst hvorki ætla að láta af kröfunni um kórónupróf fyrir brottför né að taka upp hraðpróf í stað PCR-prófa.

Bæði Skotar og Walesverjar ætla að taka upp einfaldan lista rauðra landa en þeir síðarnefndu óttast að tilskakanir auki hættuna á að ný smit berist til landsins.