Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bouteflika fyrrverandi Alsírforseti látinn

18.09.2021 - 06:11
epa09474195 (FILE) - Algerian President Abdelaziz Bouteflika, re-elected for a fourth mandate, reacts during the oath taking ceremony in Algiers, Algeria, 28 April 2014 (reissued 18 September 2021). Former President of Algeria Abdelaziz Bouteflika died at the age of 84 on 17 September 2021.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Alsír er látinn 84 ára að aldri eftir langvinn veikindi.

Hann réði ríkjum í Alsír um nærri tveggja áratuga skeið en mikil mótmæli brutust út þegar hann hugðist bjóða sig fram fimmta sinni árið 2019.

Bouteflika lék stórt hlutverk í sjálfstæðisstríði Alsíringa gegn Frökkum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en varð ekki forseti fyrr en árið 1999. Þá hafði blóðugt borgarastríð kostað um tvö hundruð þúsund mannslíf í landinu.

Forsetinn fyrrverandi hvarf nánast almenningssjónum árið 2013 eftir að heilablóðfall gerði honum erfitt um mál og hreyfingu.