Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði

In this handout photo released by Haiti's Secretary of State for Communication, Haiti's first lady Martine Moise, wearing a bullet proof vest and her right arm in a sling, arrives at the Toussaint Louverture International Airport, in Port-au-Prince, Haiti, Saturday, July 17, 2021.  Martine Moise, the wife of assassinated President Jovenel Moise, who was injured in the July 7 attack at their private home, returned to the Caribbean nation on Saturday following her release from a Miami hospital. (Haiti's Secretary of State for Communication Photo/via AP)
 Mynd: AP
Ariel Henry, forsætisráðherra Karíbahafsríkisins Haítí hunsar allar þær grunsemdir sem beinast að honum vegna morðsins á Jovenel Moise forseta landsins 7. júlí síðastliðinn. Hann rak saksóknara sem fór fram á að hann yrði ákærður í málinu.

Henry segir ásakanirnar vera hávaða skapaðan í pólítískum tilgangi. Moise forseti tilnefndi Henry sem forsætisráðherra tveimur dögum fyrir morðið. Á fimmta tug hefur verið handtekinn en ekki er enn vitað hver stóð að baki morðinu.

Síðastliðinn þriðjudag fóru starfsmenn ríkissaksóknara fram á það við dómara málsins að Henry yrði ákærður. Það er vegna tveggja símtala hans við einn hinna grunuðu, Joseph Felix Badio opinberan embættismann, nokkrum stundum fyrir morðið.

Rakning leiddi í ljós að Badio var nærri forsetabústaðnum þegar Henry hringdi í hann snemma morguns 7. júlí. Forsætisráðherrann segir enga leið fyrir sig að muna hverja hann hefur talað við í síma eða um hvað.

Símtöl við grunaða menn dugi ekki til að varpa grun á nokkurn mann. Hann vék saksóknara úr embætti skömmu eftir að ákærubeiðnin var lögð fram og rak dómsmálaráðherra landsins á miðvikudaginn.