Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Erfðaskrá Filippusar prins innsigluð í 90 ár

epa05943171 (FILE) - Britain's Queen Elizabeth II (L) and Prince Philip, Duke of Edinburgh stand in the balcony of Buckingham Palace during the Trooping of the Color Queen's 90th birthday parade in London, Britain, 11 June 2016. Reports on 04
 Mynd: EPA
Innihald erfðaskrár Filippusar prins, hertogans af Edinborg sem lést í apríl síðastliðnum, verður ekki gert opinbert fyrr en að níutíu árum liðnum.

Þetta er niðurstaða dómara við sifjadeild æðra dómstól Bretlands og gert til að vernda myndugleika og virðingu Elísabetar Bretadrottningar.

Það er siðvenja á Bretlandi að fela dómstólum að innsigla erfðaskrár hærra settra meðlima konungsfjölskyldunnar. Það merkir að þær eru ekki opnar almenningi ólíkt öðrum erfðaskrám sem dómstólar staðfesta sem gildar.

Að níutíu árum liðnum verður metið hvort opna megi erfðaskrá Filippusar almenningi. Dómarinn, Sir Andrew McFarlane, segist ekki hafa séð erfðaskrána sjálfa né vissi hann nokkuð um innihald hennar.

Hins vegar væri áríðandi að tryggja virðingu fjölskyldunnar með því að upplýsa ekki um hvað í henni stæði enda sé það einkamál.