Bruni í Bríetartúni

17.09.2021 - 19:55
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um að eldur hefði kviknað í Bríetartúni 9-11 í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld.

Allt tiltækt slökkvilið er komið á staðinn og er að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Þau gátu því ekki gefið fréttastofu frekari upplýsingar að svo stöddu.

Mikinn svartan reyk leiðir út um glugga á annarri hæð byggingarinnar.

Uppfært kl.20:15

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn.

Eldurinn kviknaði í íbúð sem er töluvert skemmd, en Slökkvilið telur engin slys hafa orðið á fólki.

Uppfært 22:20

Engin slys urðu á fólki í brunanum. Aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins segir greinilegt að sprenging hafi orðið í íbúðinni. Upptökin séu líklega rafhlaða rafskútu sem ofhitnaði.

Ólöf Rún Erlendsdóttir