Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Njarðvíkingar í úrslit VÍS-bikarsins eftir stórsigur

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Njarðvíkingar í úrslit VÍS-bikarsins eftir stórsigur

16.09.2021 - 20:22
Njarðvík er komið í úrslit bikarkeppni karla í körfubolta. Njarðvík vann afar sannfærandi sigur á ÍR 109-87 í undanúrslium.

Njarðvíkingar voru betri frá fyrstu mínútu og leiddu með 28 stigum í hálfleik 57-29. ÍR-ingar komu aðeins öflugri inn í seinni hálfleikinn en það varði stutt og Njarðvíkingar unnu að lokum 22 stiga sigur á heimavelli og eru komnir í úrslitin bikarkeppninnar.

Stigahæstir í liði Njarðvíkur voru Dedrick Deon Basile og Nicolas Richotti með 19 stig hvor. Njarðvík mætir annað hvort Stjörnunni eða Tindastól í úrslitum bikarsins á laugardaginn kemur en seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir.