Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Grjótharðar reglur á Ítalíu

16.09.2021 - 21:41
epa09074459 A restaurant closes on the last day before the new measures against the Covid-19 pandemic come into force, in Rome, Italy, 14 March 2021. Most of Italy will be a red zone in Italy's tier system from 15 March on, due to a sharp rise in numbers of infections with the Sars-Cov-2 coronavirus that causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa
Frá og með 15. október verður Ítölum skylt að framvísa svokölluðum "græna passa" til að staðfesta að þeir séu fullbólusettir, hafi verið neikvæðir við skimum eða eru búnir að fá kórónuveiruna.

Þeir sem ekki geta framvísað passanum eiga á hættu að vera reknir úr vinnu og að verða af fimm daga launum. Græni passinn er þegar í gildi á veitingastöðum, kvikmyndahúsum, lestarstöðum, líkamsræktarstöðvum og sundstöðum. Ríkisstjórnin samþykkti í dag lög sem skylda alla til að vera með "græna passann" hvort heldur þeir starfa hjá ríkisfyrirtækjum eða í einkageiranum. Sá sem ekki getur framvísað skírteininu gæti fengið 1500 evra sekt. Með lögunum vilja stjórnvöld á Ítalíu hvetja fólk til að fara í bólusetningu. Tæplega 65 prósent eru fullbólusettir á Ítalíu en smitum hefur fjölgað að undanförnu. 4,6 milljónir Ítala hafa smitast af veirunni og rúmlega 130 þúsund hafa látist af völdum hennar.

 

Arnar Björnsson