Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Derek Chauvin segist saklaus af ofbeldi gegn unglingi

epa09105715 Protesters march through downtown Minneapolis on the first day of opening statements for the murder trial of former Minneapolis police officer Derek Chauvin who was charged in the death of George Floyd, in Minneapolis, Minnesota, USA, 29 March 2021.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: epa
Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var sakfelldur í apríl fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd, er einnig sakaður um að hafa notað óhóflega mikla hörku við handtöku á 14 ára dreng árið 2017. Chauvin, sem afplánar 22 ára dóm, sagðist í dag saklaus af þessum ákærum.

Fram kemur í ákærunni að Chauvin eigi að hafa tekið drenginn hálstaki og slegið hann ítrekað í höfuðið með vasaljósi. Einnig hafi hann þrýst hné á háls drengsins við handtökuna, en drengurinn hafi þá legið handjárnaður í götunni. Drengurinn er ekki sagður hafa veitt neina mótspyrnu við handtökuna.

Lýsingarnar á handtökunni ríma óneitanlega við morðið á Floyd sem skók Bandaríkin og raunar heimsbyggðina alla.

Ekki er búið að tilkynna hvenær réttarhöld fari fram í málinu.