Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.