Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Reyðarfjörður - RÚV/Rúnar Snær Reynisson
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.

Börn hittist ekki utan skóla

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglunnar á Austurlandi er ítrekað að mikilvægt sé að börn á leik- og grunnskólaaldri hittist ekki utan skóla, á meðan umfang smitanna er til rannsóknar.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna frá Lögreglunni á Austurlandi.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir