Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi

15.09.2021 - 04:33
epa08093382 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) on 29 December 2019 shows North Korean leader Kim Jong-un presiding over the Third Enlarged Meeting of the Seventh Central Military Commission of the Workers' Party of Korea, in Pyongyang, North Korea.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: epa
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um hvers konar skeyti um ræðir, hve langt það fór, né hvort fleiri en einni flaug hafi verið skotið á loft.

Norður-kóreska dagblaðið Rodong Sinmun birti ljósmyndir af eldflaugaskoti á mánudag. Þar var fullyrt að Norður-Kórea hefði nú yfir að ráða öflugum, langdrægum stýriflaugum sem gætu ferðast langan veg.

Flaugarnar sem skotið var á loft um helgina fóru um 1.500 kílómetra leið, hringsóluðu um himininn og enduðu í hafi umhverfis Norður-Kóreu.

Sérfræðingar segja það marka tímamót en slíkar flaugar gætu hæglega borið sprengihleðslu til Japan eða Suður-Kóreu án þess að varnarkerfi yrðu þeirra vör.

Norður-Kóreumenn sæta alþjóðlegum refsiaðgerðum vegna tilrauna þeirra með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Þarlend stjórnvöld fullyrða að tilgangurinn sé að geta varið sig gegn bandarískri innrás. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV