Hádegisfréttir: Gosið, kórónuveiran og mygla í Sorpu

15.09.2021 - 12:10
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall.  Hraun tók að flæða úr Geldingadölum í Nátthaga um ellefu leytið í morgun, en svo virðist sem hrauntjörn sem myndast hafði undir nýja hrauninum hafi sprengt sér frárennsllisleið.  

Drengur var lagður inn á Landspítala í gær með COVID-19. Þetta er í fyrsta skipti sem barn er lagt inn á spítalann með sjúkdóminn, en alls eru 105 börn í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að hægt sé að draga meira úr fjölda smita með þeim aðgerðum sem nú eru í gildi.

Mygla er komin upp í burðarvirki jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi. Tjónið hleypur á tugum milljóna króna og hefur stjórn Sorpu falið framkvæmdastjóra að skoða hvort mistök voru gerð í efnisvali.  

Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra neyðaraðstoð. Þurrkar og óstjórn eftir valdatöku talibana, veldur landsmönnum þungum búsifjum. 

Í dag verða tekin þörungasýni í Reyðarfirði. Rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknastofnun segir að hlýindin í sumar virðist hafa kynt undir virðast sem hitastig fyrir austan í sumar hafi áhrif á mikinn þörungablóma eystra. Seyðisfjörður hefur einnig verið blóðrauður.  ásýndar vegna mikils þörungablóma.

Þingmenn í Færeyjum óttast að höfrungadráp helgarinnar hafi áhrif á spilli fyrir útflutningi. Margfalt fleiri hvalir voru drepnir en gert var ráð fyrir, og er Færeyingum sjálfum brugðið, að sögn formanns færeyska hvalveiðiráðsins. 

Hádegisfréttir verða sagðar klukkan 12.20.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV