Fordæma flugskeytatilraunir Norður-Kóreu

15.09.2021 - 16:36
epa05193753 An undated photograph made available on 04 March 2016 by the North Korean news agency KCNA showing the test-firing of new-type large-caliber multiple launch rocket system. North Korea fired several short-range rockets off its the eastern coast
 Mynd: EPA - KCNA
Bandaríkjastjórn sakaði Norður-Kóreumenn í dag um að brjóta gegn mörgum ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með því að skjóta í nótt tveimur meðaldrægum eldflaugum á haf út.

Aðgerðirnar eru fordæmdar og sagðar stefna öryggi nágrannaríkja Norður-Kóreu í hættu, að því er talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington lýsti yfir í dag. Hann tók fram að þrátt fyrir þetta væru bandarísk stjórnvöld reiðubúin til viðræðna við ráðamenn í Pyongyang og hvatti til þess að þær yrðu teknar upp að nýju.