Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

FÍB kvartar til Fjármálaeftirlits undan atferli SFF

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent Fjármálaeftirlitinu kvörtun vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir tryggingafélög. Samtökunum sé eigin reglum samkvæmt óheimilt að svara opinberlega fyrir verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en Katrín Júlíusdótttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greip til varna eftir að FÍB sagði tryggingafélögin okra á bílatryggingum.

Framkvæmdastjórinn dró málflutning FÍB í efa og sagði iðgjaldahækkanir skýrast af margvíslegum þáttum. Fréttablaðið hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB, að málið geti endað á borði Samkeppniseftirlitsins enda hafi Katrín brotið eigin reglur með inngripi sínu.

Í fyrra svari hennar til Fréttablaðisins kom fram að hún hefði verið að fjalla um vátryggingamarkaðinn en ekki um tryggingafélögin. Ekki mun hafa náðst í Katrínu við vinnslu fréttar blaðsins.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV