Þessi lið mætast í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Þessi lið mætast í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins

14.09.2021 - 21:35
Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Æsispennandi leikir eru framundan en úrslitahelgin er á Ásvöllum í Hafnarfirði um mánaðamótin.

Í undanúrslitum karla mætast annars vegar Afturelding og Valur og hins vegar Fram og Stjarnan. Undanúrslit karla eru leikin 30. september næstkomandi.

Degi áður eru undanúrslit kvenna. Þar mætast Reykjavíkurveldin Valur og Fram annars vegar og KA/Þór og FH hins vegar. Fram á titil að verja í bikarnum og KA/Þór eru Íslandsmeistarar.

Úrslitaleikirnir eru svo 2. október.

Allir leikir undanúrslitanna og úrslitaleikirnir sjálfir verða sýndir beint á RÚV og RÚV.

Tengdar fréttir

Handbolti

Undanúrslitin klár í Coca-Cola bikar kvenna

Handbolti

Stórsigur Vals á FH í bikarnum - öll úrslit kvöldsins