Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Volcano Victims - Volcano Victims

Mynd: Volcano Victims / Volcano Victims

Volcano Victims - Volcano Victims

13.09.2021 - 16:55

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Gaui eða Guðjón Rúnar Emilsson, hefur um árabil samið lög og texta sem hann hélt fyrir sjálfan sig. Þegar hann flutti til Berlínar hitti hann fólk sem var á sömu síðu. Þá ákvað Gaui að stofna hljómsveitina Volcano Victims með þeim og gefa út lögin í sarpinum.

Sveit Gauja Volcano Victims gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrr á þessu ári. Hljómsveitin er að mestu leyti stofnuð í kringum sólóverkefni lagahöfundarins Gauja sem enn er búsettur í Berlín.

Tónlist Volcano Victims spannar allt frá dökkum tónum innblásnum af íslensku skammdegi yfir í melódískt indípopprokks. Platan ber einfaldlega heiti hljómsveitarinnar, en lögin hafa verið lengi í smíðum og sum eru allt frá árinu 2004. Þau lög sem og fleiri sem enduðu á plötunni hafa þróast með árunum og textar tekið stakkaskiptum í vinnslunni. Það tók sem sagt Gauja og sveitina Volcano Victims 17 ár að semja lögin á frumburðinum, en planið er að hraða vinnslunni fyrir næstu plötu sem sveitin stefnir á að gefa út á næsta ári.

Fyrsta plata Volcano Victims er plata vikunnar á Rás 2, verður spiluð ásamt kynningum Gauja eftir tíufréttir í kvöld og er aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Volcano Victims
Volcano Victims - Volcano Victims