Kvika hefur verið áberandi bæði í hrauninu við Fagradalsfjall í dag og i stóra gígnum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að um klukkan 15:45 hafi aftur byrjað púlsavirkni eins og sást síðast í apríl og maí. Salóme segir erfitt að greina þýðingu þessara breytinga; þarna séu að eiga sér stað einhvers konar fasaskipti og spurning hversu lengi þau standa.