Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Púlsavirkni í gosinu álíka og var í vor

Mynd með færslu
 Mynd: Vefmyndavél - RÚV
Kvika hefur verið áberandi bæði í hrauninu við Fagradalsfjall í dag og i stóra gígnum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að um klukkan 15:45 hafi aftur byrjað púlsavirkni eins og sást síðast í apríl og maí. Salóme segir erfitt að greina þýðingu þessara breytinga; þarna séu að eiga sér stað einhvers konar fasaskipti og spurning hversu lengi þau standa.

Goshléið sem stóð í níu daga kunni að hafa haft einhver áhrif á pípulagnirnar þarna, eins og hún orðar það, og kunni að valda því að þarna komi fram þessir púlsar.

Aðspurð hvort hægt sé að spá fyrir um sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld segir Salóme að gera megi ráð fyrir skúrum fram eftir kvöldi en hugsanlega verði þokkalegt skyggni inn á milli. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV