Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Elif Shafak hlýtur bókmenntaverðlaun Laxness

epa07934358 Turkish author Elif Shafak speaks during the Literatur gala at the book fair Frankfurter Buchmesse 2019, in Frankfurt am Main, Germany, 19 October 2019. The 71st edition of the international Frankfurt Book Fair, described as the world's most important fair for the print and digital content business, runs from 16 to 20 October and gathers authors, writers and celebrities from all over the world. This year's Guest of Honour country is Norway.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA

Elif Shafak hlýtur bókmenntaverðlaun Laxness

13.09.2021 - 10:52

Höfundar

Tyrknesk-breski rithöfundurinn Elif Shafak hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Verðlaunin eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í á laugardag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík.

Elif Shafak er verðlaunarithöfundur og mannréttindafrömuður af bresku og tyrknesku þjóðerni. Hún hefur gefið út nítján bækur, þar af tólf skáldsögur. Skáldsaga hennar, 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld, var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og RSL Ondaatje-verðlaunanna. Bókin var einnig valin bók ársins hjá Blackwell. Hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, er bók hennar The Forty Rules of Love á lista yfir þau 100 verk sem mótað hafa heiminn. Shafak er með doktorspróf í stjórnmálafræði og hún hefur stundað kennslustörf við ýmsa háskóla í Tyrklandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Shafak hefur verið í dómnefnd margra bókmenntaverðlauna, þar á meðal Nabokov-verðlauna PEN, og verið í forsvari fyrir Wellcome-veðlaunin.

Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt en það var gert í fyrsta sinn á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2019 þegar Ian McEwan hlaut verðlaunin.

Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma.

Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið, útgefandi Halldórs Laxness á Íslandi standa að verðlaununum.

Verðlaunin eru veitt á á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin er annað hvort ár. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Eliza Reid forsetafrú, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Ian McEwan fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness.

Tvær skáldsögur Shafak hafa komið út á íslensku, Heiður í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur (2014) og 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld í þýðingu Nönnu Þórsdóttur (2021).

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Stjórnmál kakkalakkans

Bókmenntir

Skiptar skoðanir um ný bókmenntaverðlaun