Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað leiðinni inn á gosstöðvarnar við Fagradalsfjall vegna veðurs.
Gular viðvaranir taka gildi undir kvöld á öllu sunnan- og vestanverðu landinu, og miðhálendinu, vegna suðaustan hvassviðris og úrkomu. Lögreglan á Suðurnesjum varar við því fyrr í dag að ekkert ferðaveður yrði við gosið í dag og tilkynningar um óveðrið hafa verið sendar til ferðamanna í gegnum Safe Travel-appið. Strax í hádeginu var farið að bæta í vind á Vesturlandi.