Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tilkynnt um Gullna ljónið í Feneyjum í dag

epa09454640 US actress Jamie Lee Curtis arrives at the Lido Beach for the 78th annual Venice International Film Festival, in Venice, Italy, 08 September 2021. The film festival runs from 01 to 11 September 2021.  EPA-EFE/ETTORE FERRARI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Tilkynnt um Gullna ljónið í Feneyjum í dag

11.09.2021 - 08:21

Höfundar

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum vaknaði aftur til lífsins í ár með miklum stjörnufans og þungri femíniskri undiröldu hvað varðar myndir í keppnisflokki. Mikil spenna ríkir um hvaða mynd muni taka gullið með sér heim í dag en úrvalið þykir óvenju gott í ár.

 

MeToo hreyfingin virðist vera að setja mark sitt á kvikmyndaiðnaðinn ef marka má frumsýningarnar í Feneyjum þetta árið.

Lokamynd hátíðarinnar var „The Last Duel“ (sem er utan við keppnisflokk), en það er miðaldadrama með Matt Damon og Ben Affleck í aðalhlutverkum. Myndin ber þungan boðskap um sögulegt óréttlæti gagnvart konum.

Spennumyndin „Last Night in Soho“, með Anya Taylor-Joy í aðalhlutverki, sem sló í gegn í þáttunum „The Queen‘s Gambit“ tók svipaða nálgun á partýstemningu Bítlatímabilsins í London og sviptir hulunni af kvenfyrirlitningunni sem grasseraði og nostalgían hefur sveipað rósrauðri hulu.

Aðrar kvikmyndir á hátíðinni, allt frá franska fóstureyðingardramanu „Happening“ til sláandi nálgunar Maggie Gyllenhaal á móðurhlutverkið í myndinni „The Lost Daughter“ með Óskarsverðlaunahafann Oliviu Colman í aðalhlutverki, gefa í heildina til kynna nokkrar framfarir í viðleitni kvikmyndaheimsins til að færa fleiri kvennasögur á hvíta tjaldið.

Þá hlaut bandaríska leikkonan Jamie Lee Curtis - sem sjá má á meðfylgjandi mynd - viðurkenningu fyrir ævilangt framlag sitt til kvikmyndalistarinnar.

Konan sem fangaði hins vegar hvað flestar fyrirsagnirnar á hátíðinni er Kristen Stewart, sem heillaði gagnrýnendur í Feneyjum upp úr skónum með frammistöððu hennar sem Díana heitin prinsessa í kvikmyndinni „Spencer“.

Þegar er farið að tala um Stewart sem líklegan Óskarsverðlaunahafa, og sömu sögu er að segja um nýsjálensku leikstýruna Jane Campion fyrir tilfinningaþrungna vestrann "The Power of the Dog".

Stjarna myndarinnar, enski leikarinn Benedict Cumberbatch, er að sama skapi talinn líklegur til afreka á verðlaunaafhendingum næstu missera fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Hann hrósaði Campion og kvennahreyfingunni fyrir frumsýninguna í síðustu viku og sagði: „Það eru svo mikið af ótrúlegum kvenkyns hæfileikum sem við þurfum að styðja við og njóta. Jane er alger lykilpersóna í þeirri hreyfingu."

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Nomadland hlaut gyllta ljónið

Erlent

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum undirbúin