Sögulegur sigur Raducanu á opna bandaríska

epa09462751 Emma Raducanu of Great Britain reacts as she plays Lelyah Fernandez of Canada during the women's final match on the thirteenth day of the US Open Tennis Championships at the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 11 September 2021. The US Open runs from 30 August through 12 September.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Sögulegur sigur Raducanu á opna bandaríska

11.09.2021 - 22:41
Emma Raducanu frá Bretlandi skráði nafn sitt í bækur tennissögunnar í kvöld með sigri á hinni kanadísku Leylah Fernandez í opna bandaríska meistaramótinu. Raducanu er fyrsta breska konan til þess að vinna risamót í 44 ár, og sú fyrsta til þess að vinna risamót eftir að hafa tryggt sér sæti á því í gegnum úrtökumót.

Raducanu vann báðar loturnar gegn hinni 19 ára gömlu Fernandez, 6-4 og 6-3.
Raducanu er aðeins átján ára gömul, og sú yngsta til þess að vinna opna bandaríska mótið síðan Serena Williams gerði það 18 ára gömul árið 1999. Þá er Raducanu sá meistari sem á að baki fæsta leiki á risamóti áður en hún fagnar titli. Hún komst í fjórðu umferð Wimbledon-mótsins í júlí, og var það eina risamótið sem hún hefur tekið þátt í fram að opna bandaríska.

Tengdar fréttir

Tennis

Raducanu í sögubækurnar

Tennis

18 ára Breti slær í gegn á Wimbledon