Frambjóðendur ræða eiturlyfja- og blóðmörsneyslu sína

Mynd: RÚV / RÚV

Frambjóðendur ræða eiturlyfja- og blóðmörsneyslu sína

11.09.2021 - 14:04

Höfundar

Flestir frambjóðendur kjósa lifrarpylsu fram yfir blóðmör, kaffi er í bollum þeirra á morgnana, eftirlætisnammi allra er lakkrís og þónokkrir hafa prófað eiturlyf. Enginn var þó með á hreinu hvað mjólkurlítrinn kostar.

Vikan með Gísla Marteini sneri aftur á skjáinn í gærkvöldi og verður á skjánum á föstudögum eins og venjulega.

Tvíhöfði mun sjá um pólitískar yfirheyrslur í þættinum fram að kosningum og í gær voru frambjóðendur spurðir spjörunum úr um matarneyslu sína.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson, Glúmur Baldvinsson, Bjarni Benediktsson, Ásmundur Einar Daðason, Halldóra Mogensen, Inga Sæland, Fjóla Hrund Björnsdóttir og Guðmundur Auðunsson sátu fyrir svörum.

Hér er hægt að sjá þátt gærdagsins í heild sinni í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Berglind festival og rödd þjóðarinnar

Menningarefni

Sex af tíu leiðtogum flokkanna prófað ólögleg vímuefni