Sex af tíu leiðtogum flokkanna prófað ólögleg vímuefni

Mynd með færslu
 Mynd: Vikan - RÚV

Sex af tíu leiðtogum flokkanna prófað ólögleg vímuefni

10.09.2021 - 12:46

Höfundar

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson ræða við frambjóðendur um hvers kyns neyslu í Vikunni með Gísla Marteini.

Vikan með Gísla Marteini hefur göngu sína á ný í kvöld, föstudag. Eins og fram hefur komið munu þeir félagar í Tvíhöfða Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sjá um pólitískar yfirheyrslur fyrir þáttinn fram að kosningum.

Í þættinum í kvöld ræða þeir við frambjóðendur um mat, drykk og hvers konar neyslu og berst talið allt frá lifrarpylsu yfir í landa, með viðkomu í ólöglegum vímuefnum.

Mynd: Vikan / RÚV

Af þeim 10 frambjóðendum sem heimsóttu Tvíhöfða höfðu 6 prófað ólögleg vímuefni. Það kemur í ljós í þættinum í kvöld hvaða leiðtogar það eru en við látum hér fylgja með svör frambjóðendanna þegar Tvíhöfði vildi fá að vita hver þeirra höfðu drukkið hinn þjóðlega áfenga drykk landa.

Vikan með Gísla Marteini er á dagskrá Rúv kl. 20:45 í kvöld. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Tvíhöfði grillar frambjóðendur í Vikunni