Raducanu í sögubækurnar

epa09458963 Emma Raducanu of Great Britain reacts after defeating Maria Sakkari of Greece during their semifinals round match on the eleventh day of the US Open Tennis Championships at the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 09 September 2021. The US Open runs from 30 August through 12 September.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Raducanu í sögubækurnar

10.09.2021 - 04:15
Hin 18 ára Emma Raducanu frá Bretlandi varð í nótt fyrst í sögunni til þess að komast í úrslit á risamóti í tennis eftir að hafa tryggt sér sæti í gegnum úrtökumót. Raducanu hafði betur gegn hinni grísku Mariu Sakkari í undanúrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tveimur settum, 6-1 og 6-4.

Hún er jafnframt yngsti þátttakandi í úrslitum risamóts síðan Maria Sharapova kom, sá og sigraði í Wimbledon árið 2004. Raducanu mætir Leylah Fernandez frá Kanada í úrslitum, en Fernandez er aðeins ári eldri en Raducanu.

Tengdar fréttir

Tennis

18 ára Breti slær í gegn á Wimbledon