Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Fyrrum leyniþjónustuforingi handtekinn á Spáni

FILE - In this Sept. 15, 2019 file photo, former Venezuelan military spy chief, retired Maj. Gen. Hugo Carvajal, walks out of prison in Estremera on the outskirts of Madrid, Spain. Carvajal, who for over a decade was Hugo Chavez’s eyes and ears in the military, was arrested by police in Madrid in a hideout apartment Thursday night, Sept. 9. 2021.  The decision followed an earlier ruling, by a high court magistrate, throwing out a U.S. arrest warrant for being politically motivated. In the interim, Carvajal was released and never heard from again except for a brief statement on social media last year where he said he went underground to protest what he saw as political interference in his case. (AP Photo/Manu Fernandez, File)
 Mynd: AP
Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hafi handtekið Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustu hersins í Venesúela. Carvajal er eftirlýstur í Bandaríkjunum, grunaður um stórfelld fíkniefnabrot.

Að sögn spænsku ríkislögreglunnar fannst Carvajal í íbúð í Madríd. Þar hafðist hann við, algjörlega innilokaður og leit ekki einu sinni út um gluggann, hefur AFP fréttastofan eftir lögreglu. Hans var alltaf gætt af fólki sem hann treysti vel.

Carvajal var yfir leyniþjónustunni í stjórnartíð Hugo Chavez. Hans hefur verið leitað frá því spænskur dómstóll gaf út handtökuskipun í nóvember árið 2019. Þá fóru lögreglumenn að heimili hans í Madríd en gripu í tómt. Lögmenn hans neituðu að vita nokkuð um ferðir hans. Carvajal hélt lengi til í heimalandinu, en varð að flýja eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Juan Guaido, helsta andstæðing forsetans Nicolas Maduro. Carvajal sigldi til Dóminíkanska lýðveldisins, þaðan sem hann hélt til Spánar.

Carvajal er eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna gruns um að hann hafi aðstoðað skæruliðahreyfinguna FARC í nágrannaríkinu Kólumbíu við eiturlyfjaviðskipti. Í ákæruskjali sme lagt var fram í New York ríki Bandaríkjanna árið 2011 er Carvajal sakaður um að hafa skipulagt flutning rúmlega 5,6 tonna af kókaíni frá Venesúela til Mexíkó fimm árum áður. Kókaínið átti að vera selt í Bandaríkjunum. Auk þess er honum gert að sök að hafa fengið þungvopnaðar öryggissveitir til að fylgja sendingunum eftir. Sjálfur neitar Carvajal sök og segir ákærurnar af pólitísku bergi brotnar.