Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Uber og Lyft stofna málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra

epa09441143 The United States Supreme Court in Washington, DC, USA, 01 September 2021. The United States Supreme Court declined to take action in response to an emergency appeal by Texas abortion providers, allowing a Texas law to begin that bans abortions as early as six weeks into pregnancy. The Texas law is one of the most restrictive abortion laws in the nation.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leigubílstjórar gætu átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir að að aka þunguðum konum í Texas til stofnana sem annast þungunarrof. Því hafa leigubílafyrirtæki stofnað málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra sína.

Samkvæmt umdeildum lögum um þungunarrof sem tóku gildi í Texas 1. september síðastliðinn er borgurum heimilt að höfða einkamál gegn hverjum þeim sem aðstoðar þungaða konu við að rjúfa meðgöngu eftir sjöttu viku. 

Því hafa stjórnendur leigubílafyrirtækjanna Lyft og Uber stofnað sjóði sem ætlað er að standa undir kostnaði bílstjóra vegna málaferla yfir þeim.

Í bloggfærslu segja stjórnendur Lyft að lögin fari gegn grundvallarreglum um einkalíf, viðmiðunarreglum samfélagsins og gildum fyrirtækisins. Konur eigi ekki heldur að þurfa að óttast að bílstjórar komi þeim ekki á leiðarenda.

Stjórnendur leigubílafyrirtækins Uber taka í sama streng og segja bílstjórana ekki eiga að vera hættu fyrir það eitt að aka fólki þangað sem það vill komast.

Fyrirtæki í ýmiskonar rekstri, þar á meðal þau sem gera út stefnumótasíður og öpp hafa stofnað sjóði til að létta undir með þeim konum sem vilja láta binda endi á meðgöngu.