
Rannsókn á andláti sjúklings á geðdeild í fullum gangi
Landspítalinn og lögreglan sendu frá sér yfirlýsingar á sunnudaginn, 29. ágúst, um að rannsókn væri hafin á dauða sjúklings á geðdeild spítalans. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri og var talið að dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Spítalinn tilkynnti málið til lögreglu og landlæknis sem óvænt andlát sjúklings.
Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni, kona á sextugsaldri, hafði verið handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna fjórum dögum fyrr, 25. ágúst, talin hafa borið ábyrgð á dauða konunnar og grunuð um manndráp. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hjúkrunarfræðingurinn grunuð um að hafa orðið þess valdandi að sjúklingurinn kafnaði á mat og lést. Það var 16. ágúst.
Tæpum tveimur vikum síðar, 30. ágúst, felldi Landsréttur gæsluvarðahaldsúrskurð út gildi á þeim forsendum að ekki væru slíkir rannsóknarhagsmunir í húfi að svo stöddu að réttlætanlegt væri að hafa hjúkrunarfræðinginn áfram í haldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er hún enn með réttarstöðu sakbornings og yfirheyrslur eru nú í fullum gangi, bæði yfir konunni og öðrum vitnum. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og enn er beðið ákveðinna gagna, meðal annars úr krufningu.