Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ábendingasíðu samtaka gegn þungunarrofi lokað

epa05554602 Demonstrators gather and hold banners to protest for the repeal of the Eighth Amendment to the Constitution in Ireland, Brussels, Belgium, 24 September 2016. Eighth Amendment to the Constitution is the law against abortion in Ireland. Abortion was decriminalized in Belgium in 1990.  EPA/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA
Bandaríska vefhýsingarfyrirtækið GoDaddy lokaði vefsíðu samtaka sem kölluðu eftir ábendingum almennings svo framfylgja mætti ákvæðum umdeildra laga um þungunarrof sem tóku gildi í Texas 1. september.

Vefsíðan var sett upp af samtökunum Texas Right to Life sem eru andvíg þungunarrofi. Þar var kallað eftir ábendingum um hvern þann sem aðstoðaði við eða hvetti til þungunarrofs eftir sex vikna meðgöngu.  

Samkvæmt þjónustuskilmálum vefhýsingarfyrirtækisins er óheimilt að safna upplýsingum um fólk án samþykkis þess. Samtökin hafi brotið gegn þeirri reglu og verði því að leita annað eftir þjónustu. 

Fjölmargir tóku sig saman á samfélagsmiðlum um að skrá upplogin nöfn á vefsíðu samtakanna.  

Samkvæmt lögunum er þungunarrof óheimilt eftir sex vikur meðgöngu. Einnig verður borgurum heimilt að höfða einkamál gegn hverjum þeim sem aðstoðar þungaða konu við að rjúfa meðgöngu eftir sjöttu viku. Verðlaunum er heitið náist sakfelling í málinu. 

Kimberlyn Schwartz, samskiptastjóri samtakanna, segir í samtali við AFP-fréttaveituna að þau láti ekki þagga niður í sér og fullyrðir að síðan verði komin í loftið að nýju innan tveggja sólarhringa. Það verði þó hjá öðru vefhýsingarfyrirtæki en GoDaddy.