Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vatnshæð hefur lækkað lítillega í Skaftá

03.09.2021 - 10:43
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson RÚV - RÚV
Talið er að hlaupið í Skaftá, sem hófst í fyrradag, hafi þegar náð hámarki. Staðan þar núna er svo til við það sama en vatnshæðin hefur lækkað lítillega, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Staðfest er að hlaupið er úr vestari Skaftár-katli. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu á miðvikudag að hann sé vanur að hlaupa á tveggja ára fresti. Þá eru hlaup úr vestari katlinum jafnan minni en úr þeim austari.