Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.

Tveir voru á hjólinu, sá sem stýrði því skall í framrúðu bílins og hinn féll í götuna, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Farþeginn er sagður óslasaður og sömuleiðis ökumaður bifreiðarinnar en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess hann hafði fíkniefni í fórum sínum.

Stjórnandi hjólsins var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann er grunaður um ölvun við akstur.   
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV