Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Samtök ástralskra lækna vara við tilslökunum

epa09436306 A sign saying ‘Quaratine Area’ is seen outside the Condamine Court public housing complex during lockdown in Canberra, Australian Capital Territory, Australia, 30 August 2021. The Australian Capital Territory is in lockdown until 02 September after an outbreak of COVID-19.  EPA-EFE/LUKAS COCH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Ástralskir læknar vara við því að heilbrigðiskerfi landsins ráði ekki við fyrirætlanir stjórnvalda um tilskakanir. Ráðamenn nokkurra fylkja undirbúa nú leiðir til að lifa með kórónuveirunni í stað þess að reyna að halda útbreiðslu hennar í skefjum. Aðrir eru efins.

Samtök lækna í landinu óttast að heilbrigðiskerfið verði í sífelldu hættuástandi og því þurfi það endurskipulagningar við.

Tryggja þurfi sjúkrahúsum nægilega margt starfsfólk til að þau ráði við fjölgun tilfella eftir að slakað verður á reglum um útgöngubann. Ekki dugi eingöngu að hafa fjölda sjúkrahúsrúma og tækjabúnað.

Í júlí kynntu áströlsk stjórnvöld tilslökunaráætlun í fjórum þáttum sem taka átti gildi þegar 70 til 80 af hundraði landsmanna væru bólusett. Aðeins eru 36% Ástrala yfir sextán ára aldri bólusett en alríkisstjórnin hvetur fylkin þó til að framfylgja áætluninni.

Nauðsynlegt sé að læra að lifa með veirunni sem sé hvergi á förum. Stjórnvöld í veirulausu fylkjunum Queensland og Vestur Ástralíu eru nú efins um að framfylgja  áætlunum enda voru þær gerðar meðan smit voru mun færri í Nýja Suður-Wales. Í

dag greindust tæplega þrettán hundruð ný smit þar og sjö andlát af völdum COVID-19 voru tilkynnt. Smitum hefur einnig fjölgað í Viktoríu-fylki.