Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Norðurslóðanet fær endurnýjaðan starfssamning

Pétur Ásgeirsson sendiherra, Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, Embla Eir Oddsdóttir, frkvstj. Norðurslóðanetsins, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
 Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net
Norðurslóðanet Íslands og utanríkisráðuneytið hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til næstu fimm ára.

Akureyri efld sem niðstöð norðurslóðamála

Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að Eyjólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Norðurslóðanets Íslands og rektor Háskólans á Akureyri, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hafi undirritað samninginn. 

Norðurslóðanet var stofnsett 2013 og er hugsað sem miðstöð norðurslóðarannsókna og samstarfsvettvangur þeirra sem vinna að málefnum Norðurslóða. Norðurslóðanetið er sjálfseignarstofnun en nýtur rekstrarframlaga frá utanríkisráðuneytinu.  

Alþingi samþykkti einróma 19. maí síðastliðinn innleiðingu nýrrar norðurslóðastefnu Íslands og er horft til þess að Norðurslóðanetið styðji þessa innleiðingu. Í stefnunni er kveðið á um að Akureyri skuli efld enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi.

Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanetsins, og Pétur Ásgeirsson, nýr fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins, voru einnig viðstödd undirritun samningsins.