Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur

01.09.2021 - 02:12
epa00162382 Undated recent picture of Paphos Harbour. The Paphos medieval fortress in the back ground is of Byzantine origin and was built to protect the harbour. It was rebuilt by the Lusignans in the 13th Century, dismantled in 1570 by the Venetians and
 Mynd: EPA - EPA / EUROPEAN COMMISSION
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.

Gervihnattarmyndir sýna að þunn olíubrákin dreifðist norður með Sýrlandsströnd áður en hún barst til vesturs í átt að Kýpur. Sýrlendingar hafa staðið í ströngu við að hreinsa upp olíu við strendur landsins. 

Forsætisráðherra tyrkneska lýðveldisins á norðanverðri Kýpur segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir tjón af völdum olíunnar með fulltingi Tyrkja. Stjórnvöld lýðveldisins Kýpur á sunnanverðri eyjunni heita nágrönnum sínum fullum stuðningi verði eftir honum leitað.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV